Þyrla LHG kölluð út til leitar að erlendum ferðamanni

Sunnudagur 29. september 2013

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út upp úr klukkan níu í morgun til aðstoðar við leit að erlendum ferðamanni milli Landmannalauga að Hrafntinnuskeri. Björgunarsveitir af Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu hafa verið við leit á svæðinu en en ekkert hefur spurst til mannsins síðan 10. september.

Mynd Árni Sæberg.