Sprengjusérfræðingar við æfingar hér á landi

  • NC2012_W1D3_Doug_Elsey_Photo_093

Mánudagur 30. september 2013

Séraðgerða- og sprengjueyðingasvið Landhelgisgæslunnar stendur um þessar mundir fyrir fjölþjóðlegri æfingu sprengjusérfræðinga,  Northern Challenge. Æfingin fer fram á Keflavíkurflugvelli og á fyrrum varnarsvæðum utan hans, í höfninni í Helguvík, Patterson svæðinu og í Hvalfirði. Tíu þjóðir með um hundrað og fimmtíu liðsmenn taka þátt í æfingunni en þær eru auk Íslands: Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Þýskaland, Holland, Belgía, Frakkland, Austurríki, Bretland, Bandaríkin "observer" frá  Sameinuðu þjóðunum - UN í Malí. Æfingin er haldin hér á landi í þrettánda sinn en auk Landhelgisgæslunnar koma aðildarþjóðir NATO einnig að skipulagningu og framkvæmd æfingarinnar. Æfing sem þessi er afar mikilvæg fyrir sprengjusérfræðinga, að miðla reynslu og þekkingu innan greinarinnar.

Tilgangur Northern Challenge er að æfa viðbrögð við hryðjuverkatilfellum þar sem heimatilbúnum sprengjum hefur verið komið fyrir. Búinn er til samskonar búnaður og fundist hefur víðsvegar um heim og aðstæður hafðar eins raunverulegar og hægt er. Einnig er rannsóknarþátturinn tekinn fyrir þar sem ákveðin teymi hafa einungis þann tilgang að rannsaka vettvang og fara yfir sönnunargögn. NC2012_W1D3_Doug_Elsey_Photo_255

Reynslan frá æfingum þessum hefur gert starfsmönnum Landhelgisgæslunnar kleift að fara utan sem friðargæsluliðar til að taka þátt í mannúðarstarfi sem unnið hefur verið í Líbanon, Írak og Sri Lanka. Þar hefur starf sprengjusérfræðinga falist í að hreinsa  sprengjur af átakasvæðum og er það mikilvægur þáttur í uppbyggingarstarfi því sem fer fram til að skapa friðvænleg skilyrði til framtíðar. Víða er mikið starf óunnið. Talið er að 80 % þeirra sem látast af völdum sprengja á átakasvæðum séu börn. Mjög mikilvægt er að þjóðir sameinist í hreinsun svæðanna en slík hreinsun er eðli málsins samkvæmt hættuleg og mikilvægt er að rétt sé að verki staðið.

Margir aðrir aðilar frá Landhelgisgæslunni sem og öðrum íslenskum viðbragðsaðilum koma að framkvæmdinni, má þar nefna þyrludeild, köfunardeild, varðskipadeild og Isavia.

Frétt á síðu norska sjóhersins,  Forsvaret

Frétt um æfinguna sl. ár á vef NATO (Opnast í nýjum vafraglugga)

Myndir © Doug Elsey.

NC2012_W1D3_Doug_Elsey_Photo_034_fhdr
Myndir Doug Elsey


Mynd Doug Elsey

NC2012_W1D3_Doug_Elsey_Photo_282
Myndir Doug Elsey


Mynd HBS


Mynd HBS


Mynd HBS


Mynd HBS