Feilboð urðu til þess að varðskipið Þór þeytti flautur sínar
Miðvikudagur 1. október 2013
Landhelgisgæslu Íslands þykir afar leitt og biðst velvirðingar á að borgarbúar hafi orðið fyrir ónæði í gærkvöldi þegar eldvarnakerfi varðskipsins Þórs fóru í gang.
Ekki var hætta á ferðum en feilboð í viðvörunarkerfi urðu til þess að eldvarnakerfið fór af stað en unnið er að því að finna orsökina og eftir fremsta megni reynt að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur.