Áhöfn v/s Þór við ýmsar æfingar - skipið klárt fyrir útkall
Miðvikudagur 16. október 2013
Að undanförnu hefur áhöfn varðskipsins Þórs verið við ýmsar æfingar um borð sem er liður í síþjálfun áhafna og nauðsynlegur þáttur fyrir störfin um borð. Varðskipið hefur verið staðsett í Reykjavík, það er fullmannað og klárt fyrir útköll sem því er ætlað að sinna.
Síðastliðna daga hefur áhöfnin m.a. æft notkun slökkvibúnaðar, reykköfun, maður fyrir borð, neyðaráætlun og fleira. Í morgun fór síðan fram æfing í sjúkraflutningum þar sem sett var á svið slys í vélarrúmi fiskiskips. Tveir menn voru slasaðir og þurfti að flytja þá um borð í varðskipið til aðhlynningar. Stýrimaður og hásetar varðskipsins sem eru einnig sjúkraflutningamenn fóru með léttabát varðskipsins um um borð í fiskiskipið og veittu hinum slösuðu fyrstu aðhlynningu áður en þau voru flutt á bakbrettum mjög erfiða leið úr vélarrúminu, upp á dekk og síðan látin síga um borð í léttabát varðskipsins. Fulltrúi slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og og yfirstýrimaður flugdeildar Landhelgisgæslunnar tóku einnig þátt, leiðbeindu áhöfninni og fylgdust með vinnubrögðum. Æfingin gekk vel og voru allir sáttir að henni lokinni.
Reykköfunaræfing. Mynd v/s Þór.
Æfingar varðskipanna eru mjög fjölbreyttar, bæði þjálfun með öðrum einingum innan Landhelgisgæslunnar og með innlendum, jafnt sem erlendum samstarfsaðilum, lögreglu, slökkviliði og danska sjóhernum, við Ísland, Grænland og Færeyjar. Afar mikilvægt er að halda reglulega æfingar sem þessar til að vera sem best viðbúin hinum ýmsu aðstæðum sem geta komið upp á sjó og er nauðsynlegt fyrir viðbragðsaðila að vinna eftir sama verklagi og viðbragðsáætlunum.
Hér eru myndir sem voru teknar í morgun.
Farið í galla fyrir útkall. Mynd HBS
Bátur gerður klár.
Sjúkrabörur ásamt búnaði.
Farið um borð í skipið. Mynd JPA
Ástand hins slasaða metinn. Mynd JPA
Bakbretti sett undir hinn slasaða. Mynd JPA
„Slysið“ varð í vélarrúmi skipsins. Mynd JPA
Ekki mikið pláss til að koma sjúkrabörum upp stiga skipsins. Mynd JPA
Komnir upp á dekk. Mynd JPA
Bakbretti sett í sjúkrabörur sem ekki ekki komust niður í vélarrúm. Mynd JPA
Vinna sem einn við að flytja sjúkling. Mynd JPA
Börurnar fluttar um borð í léttabát varðskipsins. Mynd JPA
Mynd JPA
Léttabáturinn hífður upp í varðskipið þar sem stutt er í sjúkraklefa. Mynd JPA