Netabátur dreginn til hafnar á Flateyri eftir vélarbilun
Mánudagur 21. október 2013
Landhelgisgæslunni barst kl. 00:41 beiðni um aðstoð frá netabátnum Tjaldanes GK, eftir að vélarbilun varð um borð og allt rafmagn sló út. Tíu manns voru í áhöfn skipsins en það var staðsett milli Dýrafjarðar og Önundarfjarðar. Óskað var eftir aðstoð Gunnars Friðrikssonar, björgunarskips Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Ísafirði.
Björgunarskipið var komið á vettvang laust fyrir klukkan fjögur og voru bátarnir komnir til hafnar á Flateyri kl. 08:24. Aðgerðin gekk ágætlega, gott veður var á svæðinu en nokkur undiralda, þannig að siglingin gekk hægt, einnig var mönnum um borð í Tjaldanesi orðið kalt þegar komið var til hafnar.
Mynd úr stjórnstöð LHG - Árni Sæberg