Gná fór í sjúkraflug til Vestmannaeyja
Miðvikudagur 23. október 2013
Landhelgisgæslunni barst kl. 12:32 í gær beiðni frá lækni í Vestmannaeyjum þar sem óskað var eftir aðstoð þyrlu LHG við sjúkraflutning. Bilun kom upp í sjúkraflugvél sem var á leið í verkefnið og var áríðandi að tveir sjúklingar yrðu fluttir til Reykjavíkur.
Gná fór í loftið kl. kl 13:12 og lenti í Vestmannaeyjum hálftíma síðar. Farið var að nýju í loftið kl. 14:25 og lent á Reykjavíkurflugvelli kl 15:00 þar sem sjúkrabílar biðu og fluttu sjúklinga á sjúkrahús.