Áhafnir varðskipanna við æfingar í Mjölni

Föstudagur 25. október 2013

Áhafnir varðskipaflotans hafa að undanförnu verið við ýmsar æfingar bæði á sjó og landi sem viðheldur menntun og eykur getu við björgunar, löggæslu- og eftirlitshlutverk þeirra. Þar á meðal eru líkams- og sjálfsvarnaræfingar sem m.a. eru stundaðar hjá bardagaíþróttafélaginu Mjölni.  

Haustið 2011 tók Landhelgisgæslan upp samstarf við Mjölni sem veitir aðstöðu til æfinga og leggur til leiðbeinendur eftir þörfum. Aðstaðan hjá Mjölni er öll eins og best verður á kosið til þessara æfinga og þjálfarar félagsins fagmenntaðir margverðlaunaðir íþróttamenn. Hefur þetta samstarf verið afar gjöfult fyrir Landhelgisgæsluna.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Gunnar Þór Þórsson leiðbeina varðskipsmönnum í sjálfsvörn.