Útkall vegna flutningaskips í vandræðum

Miðvikudagur 30. október 2013

Landhelgisgæslan barst kl. 13:15 beiðni um aðstoð frá umboðsmanni erlends flutningaskips með 11 manns um borð sem var í vandræðum suður af Vestmannaeyjum.  Haft var samband við skipið og kom þá í ljós að eldur hafði komið upp í vélarrúmi og réðu skipverjar illa við hann. Skipstjóri óskaði eftir tafarlausri aðstoð Landhelgisgæslunnar við að rýma skipið. Þyrlur LHG voru kallaðar út auk þess sem varðskipið Þór var sett í viðbragðsstöðu. Einnig var Þór, björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í Vestmannaeyju kallað út og björgunarskipin í Grindvík sett í viðbragðsstöðu. Slökkviliðsmenn eru einnig á leið á flugvöll og er gert ráð fyrir að þeir verði fluttir með þyrlu LHG.

Skipið er orðið vélarvana, á svæðinu er mjög slæmt veður og haugasjór.