Þyrlur Landhelgisgæslunnar komnar á staðinn

Miðvikudagur 30. október 2013 kl. 14:45

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA kom að skipinu kl. 14:35 og er þyrlan TF-LÍF við það að koma á staðinn.

Þór, björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar er rétt  ókomið. Lóðsinn í Vestmannaeyjum svo og önnur skip á svæðinu stefna á staðinn. Brú skipsins er sögð vera alelda og eru skipverjar komnir út á dekk skipsins. Þá er varðskipið Þór á leiðinni á staðinn.