Landhelgisgæslan nýtur mest trausts

Mánudagur 9. desember 2013

Landhelgisgæslan nýtur mest trausts stofnana á sviði réttarfars og dómsmála kemur fram í nýrri könnun MMR – Markaðs og miðlarannsókna. Samkvæmt könnuninni bera átta af hverjum tíu mikið traust til Landhelgisgæslunnar. Landhelgisgæslan er stolt af þessari niðurstöðu og þakkar traustið. Nánari upplýsingar um könnunina má nálgast á heimasíðu MMR http://mmr.is/ .

Hér eru skýringatöflur af heimasíðu MMR

Samtals 82% bera mikið traust til Landhelgisgæslunnar

Samtals 2,6% bera lítið traust til Landhelgisgæslunnar.