Skipverja saknað af erlendu flutningaskipi

  • _MG_0566

Sunnudagur 15. desember 2013 kl. 20:15

Landhelgisgæslunni barst kl. 18:25 aðstoðarbeiðni frá flutningaskipinu Alexia sem var að koma inn til hafnar á Reyðarfirði. Skipverja var saknað og talið hugsanlegt að hann hefði fallið fyrir borð.   Björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á svæðinu voru samstundis kölluð út til leitar.  Auk þess var haft samband við nærstödd skip og þau beðin um að taka þátt í leitinni. Mjög slæmt veður er á svæðinu og stórt leitarsvæði.

Leitin hefur ekki borið árangur og var ákveðið í samráði við lögreglu og bakvakt Slysavarnarfélagsins Landsbjargar að fresta leitinni til morguns.