Leit haldið áfram fyrir utan Reyðarfjörð

Mánudagur 16. desember 2013

Í morgun var leit hafin að nýju að skipverja sem er saknað af erlendu flutningaskipi sem kom til Reyðarfjarðar í gær. Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Austurlandi eru við leit. Björgunarskipin Hafbjörg frá Norðfirði og Sveinbjörn frá Vopnafiði, auk harðbotna björgunarbáta frá öllu sveitum á svæðinu, eru notuð við leitina sem beinist einkum að svæðinu fyrir utan Reyðarfjörð, í kringum og suður af Seley.

Vettvangsstjórn er í umsjón Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Austurlandi. Staðan verður metin að nýju þegar líður á daginn.

Landhelgisgæslunni barst í gær kl. 18:25 aðstoðarbeiðni frá flutningaskipinu Alexia, sem var að koma inn til hafnar á Reyðarfirði. Skipverja var saknað og talið líklegt að hann hefði fallið útbyrðis.  Björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á svæðinu voru samstundis kölluð út til leitar sem bar ekki árangur. Vegna veðurs var tekin ákvörðun um að fresta leit til morguns.  

Mynd af björgunarskipi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar
Jón Páll Ásgeirsson.