Annáll Landhelgisgæslunnar árið 2013
Landhelgisgæsla Íslands óskar landsmönnum öllum og samstarfsaðilum gleðilegs nýs árs og þakkar ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.
Að baki er viðburðaríkt ár í starfi Landhelgisgæslunnar og má hér fyrir neðan sjá dæmi um fjölbreytt verkefni ársins 2013.
Janúar
Varðskipið Týr vísaði norsku loðnuveiðiskipi til hafnar á Eskifirði fyrir meintar ólöglegar veiðar
Þyrlur LHG voru kallaðar út til að sækja slasaða ferðamenn á Skarðsheiði, í Esju og í Veiðivötn
Varðskipið Þór sigldi með flugvél til Akureyrar
Sjúkraflug TFSIF til Malmö
Febrúar
Eftirlit á loðnumiðum
Eikarbátur í vandræðum á Þistilfirði - varðskipið Þór fylgdi bátnum til hafnar. Mynd SAS
Slasaður skipverji á íslensku loðnuskipi sóttur á Meðallandsbugt.

Þyrla LHG bjargar fólki úr sjálfheldu í Landmannalaugum
Sjá myndskeið
Mars
Þrjú þyrluútköll á tólf klukkustundum
Sprengjudeildin aðstoðar í ófærðinni - Aðstoðarbeiðnir af fjöllum berast í gegnum neyðar- og uppkallsrás skipa
Kanada við loftrýmisgæslu

Þyrla og flugvél Landhelgisgæslunnar tóku þátt í umfangsmikilli leit á Vatnajökli
Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, heimsótti Landhelgisgæsluna
Apríl
Íslenskur tækjabúnaður í þróun sem mun nýtast við leit og björgun. Um er að ræða færanlega GSM móðurstöð með fylgibúnaði sem staðsett er í þyrlu.
Bilun kom upp í Gná, þyrlu Landhelgisgæslunnar, þegar hún var á leið í útkall, lent við Kvisker í Öræfum.
Maí
>
Baldur fékk nýtt útlit
TF-GNA æfði með frönsku freigátunni Aquitine og þyrlu hennar
Tundurduflaslæðarar heimsóttu Ísland - mynd frá æfingu varðskipsins Þórs með flotanum
Mannbjörg þegar eldur kom upp í fiskibát 4 sjómílur SA af Arnarstapa.
Starfsmenn á Bolafjalli fóru á sleðanum í vinnuna
Varðskipið Þór við eftirlit með karfaveiðum á Reykjaneshrygg
Baldur fylgdi skonnortunni Etoile til Reykjavíkur
sjá fleiri myndir
Júní
Þyrla LHG tók þátt í leit að erlendri ferðakonu í Ísafjarðardjúpi
Ítalir komu til loftrýmisgæslu
Áhöfn Þórs mældi Kolbeinsey
Þórsnes II strandaði við Skoreyjar norður af Stykkishólmi.
Júlí
Landhelgisgæslan með nýjan harðbotna slöngubát í prófunum fyrir Rafnar
Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna Landhelgisgæsluna
Varðskipið Týr við eftirlit á Miðjarðarhafi
Eldur kom upp í fiskibát NV- af Garðskaga - mynd úr stjórnstöð Landhelgisgæslunnar
Ágúst
Neyðarkall barst frá seglskútu vestur af Garðskaga - aðstæður til björgunar erfiðar
Mannbjörg þegar fiskibátur sökk skammt vestur af Skálavík
TF-LÍF aðstoðar við óvenjulegt verkefni á Grænlandsjökli
September
Fjölþjóðlega leitar- og björgunaræfingin SAREX 2013 haldin við austurströnd Grænlands, varðskipið Týr og flugvélin TF-SIF tóku þátt.
Fallhlífarstökkvarar Flugbjörgunarsveitarinnar stökkva úr TF-SIF
Umtalsverð fjölgun útkalla hjá þyrlum Landhelgisgæslunnar
Fjölþjóðleg æfing sprengjusérfræðinga haldin við Keflavíkurflugvöll og í Hvalfirði
Október
Bandarísk flugsveit kemur til loftrýmisgæslu
Æfing slökkviliðs Akureyrar með varðskipinu Týr
Gná fór í sjúkraflug til Vestmannaeyja
Sif skilar árangri í eftirliti á Miðjarðarhafi
Undirbúningsráðstefna haldin v/samnorræna loftrýmiseftirlitsverkefnisins í febrúar 2014. Norðmenn leggja til flugsveit í verkefnið en samhliða loftrýmisgæslunni verða Norðmenn, ásamt flugherjum Svíþjóðar og Finnlands og stofnunum NATO, við æfingar sem byggja á hugmyndum um Norðurlandasamstarf.
Eldur kom upp í erlenda flutningaskipinu Fernanda. Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði áhöfninni skömmu síðar. Viku síðar kom varðskipið Þór með skipið að bryggju á Grundartanga eftir erfiðar aðgerðir.
Nóvember
Eldur kom upp í flutningaskipinu Goðafossi
Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa
Smásprengjum beitt við síldarfælingar í Kolgrafafirði
Desember
TF-SIF tekur þátt í björgunaraðgerðum á Miðjarðarhafi