Landhelgisgæslan við æfingar með danska varðskipinu Vædderen

Mánudagur 6. janúar 2013

Þyrla Landhelgisgæslunnar var um helgina við æfingar með danska varðskipinu Vædderen norður af Gróttu en skipið sem hefur verið undanfarna mánuði við Grænland  hefur verið við Ísland undanfarna daga við æfingar áður en það heldur áleiðis til Færeyja.  Samstarf Landhelgisgæslunnar og danska sjóhersins byggir á áratuga góðri samvinnu sem meðal annars felst í samæfingum, starfsmannaskiptum og samstarfi við leit og björgun í Norður Atlantshafi.

Lynx þyrla varðskipsins Vædderen er nú staðsett í flugskýli Landhelgisgæslunnar og mun hún flytjast um borð í varðskipið Hvidbjörnen sem væntanlegt er til landsins á næstu dögum. Lynx þyrlur dönsku varðskipanna hafa 150 sjómílna langdrægi og hafa verið til aðstoðar Landhelgisgæsslunni við leit og björgun á hafinu.

Mynd forsvaret.dk