Skemmdir á fjarskiptabúnaði vegna ísingar

Föstudagur 10. janúar 2014

Töluverðar skemmdir hafa orðið að undanförnu á fjarskiptabúnaði á Gunnólfsvíkurfjalli.  Landhelgisgæsla rekur ratsjár- og fjarskiptastöðvar NATO hér á landi þ.m.t. á Gunnólfsvíkurfjalli.   Á stöðvunum er einnig hýstur búnaður fyrir önnur fjarskiptafyrirtæki og þjónustuaðila hér á landi.  

Að sögn starfsmanna Landhelgisgæslunnar er ísingin sú mesta sem hefur sést á staðnum frá því að ratsjárstöðin var tekin í notkun árið 1991. Á laugardag var farinn leiðangur til að meta aðstæður en útlit er fyrir að ísingin haldi áfram næstu daga. Á sunnudagsmorgun hafði hópurinn tryggt búnaðinn en í ljós kom að fjórir af sautján loftnetsstaurum á fjallinu höfðu brotnað og verður þeim skipt út í sumar.

Sjá myndir sem voru teknar af skemmdum vegna ísingarinnar


Ratsjárstöðin á Gunnólfsvíkurfjalli í 720 metra hæð yfir sjávarmáli og er sá vinnustaður landsins sem hæst stendur.

Vegurinn upp að stöðinni hlykkjast upp snarbratta hlíðina.