Gæslu- og eftirlitsflug þyrlu um Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði

Föstudagur 17. janúar 2014

Í gær fór þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA í gæslu og eftirlitsflug um Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði. Eftirlitið hófst norður af Garðskaga þar sem nokkur fjöldi skipa og báta var að veiðum. Þaðan var haldið fyrir Snæfellsnes og inn á Breiðafjörð þar sem m.a. var litið til með Kolgrafarfirði þar síldveiðar voru nýlega takmarkaðar með reglugerð vegna mælitækja inn á firðinum.  Flogið var í átt að Látrabjargi í gegnum reglugerðahólf en þegar komið var fyrir Látrabjarg voru fá skip að veiðum. Þá var haldið á Straumnesfjall en þar er til staðar fjarskiptabúnaður og ferilvöktunarbúnaður fyrir skip og báta. Kannaðar voru skemmdir sem urðu á búnaðnum í óveðri nýlega og var síðan haldið á Ísafjörð til eldsneytistöku.

Frá Ísafirði var haldið í átt  til Reykjavík þar sem áætlað var að þyrlan héldi áfram leit að manni á Kjalarnesi. Í fluginu var óskað eftir að þyrlan yrði í viðbragðsstöðu vegna slyss á Suðurlandi sem síðan var afturkölluð þar sem ekki var talin þörf á aðstoð hennar. Var þá haldið til leitar á svæði frá Kjalarnestöngum inn Kollafjörð. Leitin bar ekki árangur.

Myndir Jón Páll Ásgeirsson