Varðskipið Þór verður til sýnis á Seyðisfirði
Föstudagur 17. janúar 2014
Varðskipið Þór er væntanlegt til Seyðisfjarðar á morgun, laugardaginn 18. janúar og er áætlað að varðskipið verði opið til sýnis frá kl. 13:00-18:00. Áhöfn varðskipið mun taka á móti gestum og sýna helstu vistarverur og segja frá búnaði og getu skipsins.
Tæknilegar upplýsingum um Þór eru á heimasíðu Landhelgisgæslunnar eða hér: http://www.lhg.is/starfsemi/adgerdasvid/nyttvardskipthor/
Varðskipið Þór kom til landsins þann 26. október 2011 og hefur skipið sinnt margvíslegum verkefnum frá komu til landsins. Síðast björgunaraðgerðum vegna flutningaskipsins Fernanda. Þór hefur mikilvægu hlutverki að gegna í samstarfi þjóða á Norður Atlantshafi. Á síðustu árum hefur umferð frá Noregi og Rússlandi aukist mikið og er vissulega þörf á öflugu varðskipi til að vera til taks enda er því spáð að með opnun norðaustursiglingarleiðarinnar eigi umferð um svæðið eftir að aukast umtalsvert.
Mynd Guðmundur St. Valdimarsson