Þyrla kölluð út vegna fjórhjólaslyss
Miðvikudagur 29. janúar 2014
Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti kl. 20:30 hjá manni sem slasasðist þegar hann velti yfir sig fjórhjóli ofan við Mörtungu austan við Kirkjubæjarklaustur. Maðurinn var fluttur til rannsókna.á Borgarspítalann í Fossvogi.
Þyrlan var kölluð út upp úr klukkan sjö að beiðni læknis og fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar. Fór þyrlan í loftið kl. 19:23. Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru einnig kallaðar til aðstoðar.