TF-SYN máluð í nýjum lit sem þyrlur LHG munu bera í framtíðinni

Þriðjudagur 4. febrúar 2014

Þyrlan TF-SYN sem er í stórri skoðun í Noregi hefur nú verið máluð í nýjum áberandi lit sem til stendur að allar þyrlur LHG beri í framtíðinni. Landhelgisgæslan telur að þessi litur hæfi betur björgunarþyrlunum þar sem hann er mjög áberandi og auðkennandi fyrir björgunartæki.

Algengt er að björgunarþyrlur og flugvélar, sérstaklega á Norðurslóðum, séu málaðar í áberandi litum. TF-SYN er væntanleg til Íslands í lok mars.