Flutningaskip strandaði í höfninni á Þórshöfn
Fimmtudagur 6. febrúar 2014
Flutningaskipið Green Maloy strandaði í höfninni á Þórshöfn um 01:20 í nótt. Um er að ræða 5.000 tonna flutningaskip, 109 metra langt en skipið var á leið úr höfn þegar það strandaði. Varðskipið Þór var samstundis kallað út og sigldi á vettvang. Engin mengun var sjáanleg og björgunarsveitir voru fengnar til að vakta skipið.
Skipið losnaði af sjálfsdáðum af strandstað um klukkan 04:00 í nótt og var þá varðskipinu Þór snúið við.
Mynd frá áhöfn þyrlu LHG.