Yfirmenn flugsveita heimsóttu Iceland Air Meet

Miðvikudagur 12. febrúar 2014

Yfirmenn flugsveita Norðurlandanna heimsóttu í gær þjálfunarverkefnið Iceland Air Meet sem fer fram á Keflavíkurflugvelli. Kynntu sér starfsemina og heilsuðu upp á flugsveitirnar sem þar eru við störf. U.þ.b. 300 liðsmenn frá Noregi, Svíþjóð og Finnlandi taka þátt með starfsmönnum Landhelgisgæslunnar. Samtals eru 20 flugvélar hér á landi vegna Iceland Air Meet ásamt tveimur finnskum björgunarþyrlum sem hafa verið við æfingar og leitarverkefni með flugdeild Landhelgisgæslunnar.  Auk þess taka þátt í verkefninu eldsneytisbirgðaflugvélar frá bandaríska og hollenska flughernum ásamt ratsjárflugvél Atlantshafsbandalagsins.

Mynd á forsíðu af sænskum Grippen þotum - Baldur Sveinsson