Stórt skref stigið í norrænu samstarfi

Mánudagur 24. febrúar 2014

Þjálfunarverkefninu Iceland Air Meet 2014 lauk síðastliðinn fimmtudag var samdægurs haldið lokahóf þar sem farið var yfir helstu niðurstöður. Verkefnið er með því umfangsmesta sem Landhelgisgæslan hefur annast og tekið þátt í.  Á föstudag lauk svo loftrýmisgæslu Norðmanna sem var samtvinnuð Iceland Air Meet.

Á tímabilinu æfðu Noregur, Finnland, Svíþjóð og Ísland flutning á mannskap, tækjum og búnaði til Íslands, samstilltu fjarskipta- og tölvutæknibúnað, æfðu viðbragð vegna aðsteðjandi vár og þyrlubjörgun með þyrlum finnska flughersins og Landhelgisgæslunnar. Verkefnið var verulega umfangsmikið og þátttakendur voru hátt í 400 og gestir álíka margir, auk mikils magns tækjabúnaðar sem fylgdi hefur verkefninu. Þegar í stað hófust flutningar frá landinu og fóru flestir þátttakendur,með flugi fyrir helgi. Þá var einnig finnskum, norskum og sænskum þotum flogið til síns heima. Búnaður var fluttur með flutningavélum og með flutningaskipinu MIMER sem hefur nú þegar siglt úr Helguvík.

Meðan á verkefninu stóð var haldinn sameiginlegur fundur norrænna utanríkis- og varnarmálaráðherra í Keflavík og kom þar m.a. annars fram að með Iceland Air Meet 2014 hafi verið stigið stórt skref í samstarfi á sviði varnar,- öryggis- og björgunarmála á Norðurslóðum. Samstarf Norðurlandanna einkennist af friðsamlegri samvinnu og einbeita þjóðirnar sér að því að tryggja langtímöryggi umhverfis og samfélaga á svæðinu.

Hér er kort sem sýnir umfang Iceland Air Meet 2014.

Ýmsar upplýsingar og myndskeið eru á Facebook síðu LHG.

DV kynningar (þarf aðgangsorð).


Æfing Baldurs og Leifturs með finnsku þyrlunum.


Frá vinstri: Sænsk Gripen þota, finnsk F-18 Hornet og norsk F-16 .
Mynd: Norrbottens Flygflottilj F 21.


Norrænir  utanríkis- og varnarmálaráðherrar. Mynd: Utanríkisráðuneytið.


Um fjörtíu innlendir, jafnt sem erlendir fjölmiðlamenn sóttu fjölmiðladag IAM 2014Lokahóf IAM 2014.


Auðvitað var boðið upp á köku. Mynd Norrbottens Flygflottilj F 21


Finnsk NH-90 þyrla flutt um borð í MIMER.