Varðskipið Týr í slipp á Akureyri
Þriðjudagur 25. febrúar 2014
Varðskipið Þór kom á sunnudag til Akureyrar þar sem áhöfn varðskipsins var til aðstoðar þegar varðskipið Týr var tekið í flotkví. Týr verður í slipp til 3. mars en til stendur að mála skipið og botnhreinsa fyrir leiguverkefnisem felst í eftirlits- og björgunarstörfum sem og almennri löggæslu- og þjónustustörfum fyrir Sýslumanninn á Svalbarða með heimahöfn í Longerbyen. sjá nánar hér
Að lokinni viðdvöl Þórs á Akureyri var haldið til æfinga á slökkvibúnaði skipsins sem nýttist afar vel þegar eldur kom upp í flutningaskipinu Fernanda í lok október. Sjá myndir sem Guðmundur St. Valdimarsson tók þegar æfingin stóð yfir.
Mynd af v/s Týr Snorre Greil
Myndir Þorgeirs Baldurssonar af v/s Týr í slipp: http://thorgeirbald.123.is/
Varðskipið Þór við slökkvistörf