TF-LÍF æfði með frönsku freigátunni FS PRIMAUGUET

Miðvikudagur 26. febrúar 2014

TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar var í gær við æfingar á Faxaflóa með frönsku freigátunni FS PRIMAUGUET sem hefur viðdvöl í Reykjavík frá 26. febrúar til 1. mars næstkomandi. Æfingin fólst í aðflugi að skipinu, líkt og þyrlan væri að koma inn til lendingar, þá var æft sling þar sem vörubretti var flutt af þyrlupalli og voru síðan teknar hefðbundnar sigæfingar á þyrlupalli. Freigátan hefur einnig æft örugg fjarskipti við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í Keflavík og hefðbundin fjarskipti við stjórnstöð í Reykjavík.

Von er á skipherra freigátunnar í kurteisisheimsókn til forstjóra Landhelgisgæslunnar á morgun, fimmtudaginn 27. febrúar.

Franska freigátan FS PRIMAUGUET er sérhæfð í kafbátavörnum og er heimsókn hennar hluti af samstarfi Frakklands og Íslands á sviði varnarmála, þar sem löndin eru bandalagsríki. Freigátan kemur til Reykjavíkur eftir að hafa tekið þátt í NATO æfingunni Dynamic Mongoose sem fór fram við Noreg. Skipið er 139 m á lengd, 15 m á breidd. Í áhöfn freigátunnar eru 240 manns.

Myndir áhöfn TF-LIF.