Æfingaeldflaug kom í veiðarfæri

  • 20130605_untitled_0051

Mánudagur 10. mars 2014

Línuskipið Valdimar hafði í morgun samband við Landhelgisgæsluna vegna torkennilegs hlutar sem kom í veiðarfæri skipsins þegar það var staðsett um 40 sjómílur VNV af Reykjanesi. Ekki var mögulegt fyrir skipið að senda mynd af hlutnum en af lýsingu að dæma var talið að hluturinn væri æfingaeldflaug.

Skipið var á leið til hafnar og þegar þangað kom fóru sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar um borð og staðfestu að um æfingaeldflaug væri að ræða. Slíkir hlutir eru að jafnaði hættulausir en þó er púður í mótornum sem myndar reyk þegar eldflaugin hittir í mark. Æfingaeldflaugar eru ekki með sprengiefni. Í þessu tilfelli hafði flugin ekki hitt í mark og var hún ósprungin. Var hún opnuð til að tryggja að enginn hætta yrði á ferðinni. 

Ekki er óalgengt að skeyti sem þessi finnist hér við land.


Eldflaugin um borð i línuskipinu Valdimar


Eldflaugin tilbúin til eyðingar


Púður ekki lengur til staðar í mótornum.

Myndir sprengjusérfræðingar LHG.