Vinir Villa með forystu í Mottumars

Fimmtudagur 20. mars 2014

Nokkrir af starfsmönnum Landhelgisgæslunnar hafa tekið þátt í söfnunarátakinu Mottumars undir liðsnafninu Vinir Villa. Þeir hafa nú náð öruggri forystu í átakinu en með því heiðra þeir minningu góðs vinar og samstarfsfélaga, Vilhjálms Óla Valssonar - Villa, stýrimanns og sigmanns hjá Landhelgisgæslunni, sem lést þann 30.mars 2013 eftir stranga baráttu við krabbamein, 41 árs að aldri.

Villi  varð sigurvegari Mottumars árið 2013 og safnaði hann áheitum fram á síðasta dag. Um leið og Landhelgisgæslan styður þá félaga í mottusöfnun minnist hún einnig annarra samstarfsfélaga og vina sem hafa fallið fyrir þessum skæða sjúkdómi. Þeir sem vilja leggja þeim félögum lið smellið hér.