Mikið fannfergi á Bolafjalli
Mánudagur 24. mars 2014
Óvenju mikið fannfergi hefur verið í vetur á Bolafjalli þar sem Landhelgisgæslan annast rekstur ratsjárstöðvar. Að sögn starfsmanna Landhelgisgæslunnar í ratsjárstöðinni eru tæp 20 ár síðan þeir sáu síðast slíkt snjómagn á fjallinu. Sjá myndir frá snjómokstrinum sem segja meira en nokkur orð. Á tímabili var ekki gengið inn í bygginguna heldur niður í hana.