Sjávarútvegsskóli Sameinuðu þjóðanna heimsótti LHG

Mánudagur 31. mars 2014

Sérfræðingar frá samstarfsstofnunum Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna kynntu sér í morgun starfsemi Landhelgisgæslunnar, helstu verkefni á sviði fiskveiðieftirlits og fjareftirlitskerfi stjórnstöðvarinnar. Er hópurinn staddur hér á landi til að kynna sér lög um fiskveiðar, fiskveiðistjórnun og nýtingu auðlindarinnar. Einnig heimsækir hópurinn Hafrannsóknastofnun, Fiskistofu og sjávarútvegsfyrirtæki hér á landi.

Markmið Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna er að efla sérfræðiþekkingu í sjávarútvegi og innan fiskveiða hjá í þróunarríkjum. Nám við skólann felst í sex mánaða þjálfun fyrir sérfræðinga frá þróunarlöndunum og sérhæfa þeir sig á sviði því sem best nýtist heimalandinu.  Sérstök áhersla er lögð á að lönd í Afríku sunnan Sahara og smáeyþróunarríki, en einnig koma nemendur frá ýmsum löndum Asíu.