Innanríkisráðherra í heimsókn ásamt fylgdarliði

Þriðjudagur 28. apríl 2014

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra heimsótti Landhelgisgæslu Íslands í dag ásamt fylgdarliði. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar bauð gestina velkomna og var síðan heilsað upp á starfsmenn og ræddar helstu áherslur og staða mála víða í starfseminni.

Heimsótt var  skrifstofa, sjómælingasvið og sprengjudeild í björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð, síðan var haldið á Reykjavíkurflugvöll þar sem flugrekstrar- og flugtæknideild er staðsett og að lokum varðskipið Þór sem var að undirbúa brottför frá Miðbakka. Lauk heimsókninni í matsal varðskipsins þar sem boðið var upp á kaffi og ómótstæðilegar pönnukökur að hætti Jóhanns bryta.


Þórunn Hafstein, skrifstofustjóri á skrifstofu almannaöryggis í innanríkisráðuneytinu, Sigurður Steinar Ketilsson, skipherra á varðskipinu Þór, Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs, Auðunn F. Kristinsson, verkefnastjóri á aðgerðasviði, Svanhildur Sverrisdóttir, mannauðsstjóri, Einar Hansen, yfirvélstjóri og Páll Geirdal, yfirstýrimaður. Á myndina vantar Þóreyju Vilhjálmsdóttur aðstoðarmann ráðherra.


Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður séraðgerða- og sprengjueyðingasviðs segir frá fjölbreyttum verkefnum og búnaði þeirra


Búningur sem hægt er að nýta við sprengjueyðingar


Friðrik Höskuldsson, yfirstýrimaður á flugvélinni Sif segir frá verkefnum áhafnar flugvélarinnar


Sigurður Heiðar Wiium, flugstjóri á þyrlu Landhelgisgæslunnar segir frá ýmsum verkefnum þyrlusveitar og búnaði


Auðunn F. Kristinsson, verkefnisstjóri og Sindri Steingrímsson, flugrekstrarstjóri segja frá búnaði og getu flugvélarinnar sem er afar mikilvæg við eftirlit hafsvæðisins, leitar-, björgunar,  öryggis- og löggæsluverkefni.


Óskar Ármann Skúlason og Andri Rafn Helgason, hásetar tóku á móti gestum við komuna í varðskipið Þór.


Sigurður Steinar Ketilsson, skipherra útskýrir ýmsan búnað í brú varðskipsins


Mengunarhreinsibúnaður, dráttarspil ofl. búnaður skoðaður.


Sjúkraklefinn - hægt að flytja sjúkling beint inn í klefann úr léttabát varðskipsins.


Pönnukökurnar vöktu lukku gesta


Gestirnir kveðja við landganginn