Landhelgisgæslan og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins við æfingar

Mánudagur 12. maí 2014

Áhöfn varðskipsins Þórs og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins tóku á föstudag þátt í umfangsmikilli æfingu sem fór fram um borð í varðskipinu Þór, skipi Hafrannsóknastofnunar - Bjarna Sæmundssyni og fiskverkuninni á Granda.

Hátt í fimmtíu manns tóku þátt í æfingunni sem var þrískipt og fólst í að þjálfa mannskap í að samhæfa vinnubrögð við björgun, reykköfun og notkun dælubúnaðar. Æfingin gekk vel og voru menn á einu máli um gagnsemi slíkra æfinga.