TF-SIF í gæslu og eftirlit um Faxaflóa og Reykjaneshrygg

  • TFSIF_Inflight3_ArniSaeberg

Þriðjudagur 13. maí 2014

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar fór í gær í gæslu og eftirlitsflug um Faxaflóa og Reykjaneshrygg. Hafði áhöfn flugvélarinnar afskipti af tveimur bátum sem voru staðsettir um 30-35 sml, djúpt SV af Reykjanesi og voru ekki lengur innan ferilvöktunarkerfa og þ.a.l. ekki lengur með gilt haffærisskírteini. Bátar sem gera þetta eru komnir út fyrir VHF drægi og eru því í slæmu síma og fjarskiptasambandi. Var áréttað við þá að halda sig innan svæðis.

Þegar komið var út fyrir efnahagslögsöguna hófst eftirlit á svæði Norðaustur- Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC). Samtals voru 15 skip staðsett á Reykjaneshrygg.

Haft var samband við skip á svæðinu til að forvitnast um aflabrögð og voru þau búin að vera dræm eða 3 – 5 tonn á sólarhring. Einnig voru dæmi um að skip væru ekki að senda frá sér merki í ferilvöktun og var nóg að endurræsa tæki og þá hófust sendingar að nýju.

Í eftirlitskerfum flugvélarinnar sáust samtals 837 skip og bátar á sjó og innan hafnar.

Radarþekja flugsins og myndir úr eftirlitsbúnaði.