Landhelgisgæslan tekur þátt í hátíðahöldum sjómanndagsins með ýmsum hætti

Laugardagur 31. maí 2014

Um helgina er Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur víðsvegar um land.  Eins og venja er áætlar Landhelgisgæslan að  taka þátt á nokkrum stöðum.

Í tengslum við sjómannadagshátíðarhöldin á Austarlandi var í gær afhjúpaður minnisvarði í Vöðlavík og af því tilefni tók þyrla LHG taki þátt í björgunaræfingu með bátum Slysavarnafélagsins Landsbjargar á víkinni. Minnisvarðinn er reistur í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá björgun áhafnar fiskiskipsins Bergvíkur sem strandaði í fjörunni í Vöðlavík og í framhaldi af því áhafnar dráttarskipsins Goðans sem sökk í brimgarðinum í víkinni er skipið tók þátt í því að reyna að draga Bergvíkina út.  Varðskip Landhelgisgæslunnar komu mikið við sögu í þessum aðgerðum og tókst um síðir að losa Bergvíkina af strandstað.

Í dag laugardag hleypti sprengjusveit Landhelgisgæslunnar af fallbyssuskotum og opnaði hátíðarhöldin á Akranesi og í Reykjavíkurhöfn. Einnig kemur þyrla LHG við á Sauðárkróki, Akureyri, Ólafsfirði og Grundarfirði.

Á morgun, sjómannadag munu starfsmenn Landhelgisgæslunnar heiðra  sjómenn sem týnst hafa í hafi í Fossvogskirkjugarði og standa heiðursvörð þegar blómsveigur er lagður á minnismerki við kapelluna. Að því loknu munu þeir leiða göngu með fána Sjómannadagsráðs í sjómannamessu í Dómkirkjuna. 

Einnig er gert ráð fyrir að þyrla verði með björgunarsýningu um kl. 15:00 í Hafnarfjarðarhöfn og um kl. 15:30 í Reykjavíkurhöfn.  Einnig er hugsanlegt að hún komi við á Akranesi. Þátttaka þyrlu í hátíðarhöldum ákvarðast að nokkru af því hvort þörf verður á henni við hefðbundin verkefni, s.s. leit, björgun og sjúkraflug.

Mynd Emil H. Valgeirsson.