Þyrla LHG kölluð út í tvígang

Laugardagur 7. júní 2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið til Reykjavíkur úr öðru útkalli dagsins og er áætlað að hún lendi við Landspítalann í Fossvogi kl. 20:20 með göngumann sem örmagnaðist á leið sinni niður af Hvannadalshnjúk. Björgunarfélagið á Höfn og Björgunarsveitin Kári í Öræfum voru einnig kallaðar út.  Þyrlan kom á slysstað rétt fyrir klukkan 19:00. 

Þyrlan sótti manninn strax í framhaldi af því að hafa verið kölluð út til að sækja ferðamenn sem slösuðust annars vegar á Snæfellsjökli og hins vegar nærri Löngufjörum.