Þrjú þyrluútköll á fimm klukkustundum

Laugardagur 7. júní 2014

Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar var nýlent eftir annað útkall dagsins þegar þriðja útkallið barst um kl. 21:00. Fisflugvél hafði brotlent við Hafnfjarðarey á Löngufjörum á Snæfellsnesi. Þar sem áhöfnin var nýlent leið ekki langur tíma þar til farið var að nýju í loftið, eða kl. 21:06. Flogið var beint á slysstað og lent á Löngufjörumn kl. 21:30. 

Flugmaðurinn var undirbúinn til flutnings og að því loknu fluttur um borð í þyrluna sem flaug með hann beina leið á Landspítalann í Fossvogi þar sem var lent kl. 22:13. Maður­inn var með meðvit­und og var líðan hans stöðug meðan á flutn­ingn­um stóð.