Eftirlits- og sjómælingaskipið Baldur fór til aðstoðar bát sem var vélarvana
Fimmtudagur 12. júní 2014
Landhelgisgæslunni barst í gær kl. 14:28 aðstoðarbeiðni á rás 16 frá fiskibát sem fékk í skrúfuna og var vélarvana 18 sjómílur vestur af Akranesi. Ekki voru aðrir bátar að veiðum á svæðinu en Baldur, eftirlits- og sjómælingaskip Landhelgisgæslunnar var staðsettur skammt norðaustur af bátnum og hélt hann samstundis á staðinn.
Baldur tilkynnti kl. 15:24 að hann væri kominn með bátinn í tog og þeir haldi til Sandgerðis. Komið var til hafnar kl. 18:29.
Mynd frá útkallinu - Guðmundur Birkir Agnarsson.
Baldur. Mynd Guðmundur St. Valdimarsson.