Yngri kynslóðin kynnir sér starfsemi Landhelgisgæslunnar
Mikið er um að leikskólar, grunnskólar og tómstundanámskeið heimsæki Landhelgisgæsluna á þessum árstíma. Varðskipið Þór og flugdeildin fengu nýverið heimsóknir frá Útilífsskóla skátafélagsins Svana á Álftanesi, Leikskólanum Hamravöllum og Leikskólanum Vinagarði. Einnig komu nokkrir nemar frá 10. bekk grunnskóla í starfskynningar.
Hér myndir sem voru teknar þegar unga fólkið fékk fræðslu um starfsemina.

Stjórntækin í brúnni vekja athygli


Sjómenn æfa slökkvistörf í Slysavarnarskóla sjómanna.


Margar spurningar komu upp sem var ekki alltaf einfalt að svara.