Landhelgisgæslan við fiskveiðieftirlit með Fiskistofu

  • Leiftur2

Föstudagur 20. júní 2014

Eins og tíðkast hefur undanfarin ár sinna Landhelgisgæslan og Fiskistofa sameiginlega fiskveiðieftirliti á grunnslóð. Fyrirkomulag eftirlitsins hefur komið vel út en það fer fram með harðbotna slöngubátnum Leiftri.  Er nú verið við eftirlit norður af Siglufirði þar sem eftirlitsmenn Fiskistofu fara um borð í bátana, athuga veiðarfæri, afla, samsetningu hans og afladagbækur, hjá grásleppubátum er einnig kannaður netafjöldi. Landhelgisgæslan kannar lögskráningu og haffærisskírteini bátanna auk þess að hafa umsjón með bátnum Leiftri, leggur til mannskap og búnað vegna hans. Hefur hann reynst sérstaklega vel við eftirlit á grunnslóð.

Smábátum sem stunda veiðar hefur fjölgað mikið á síðastliðnum árum og talsverð sókn er á grásleppuveiðar. Því vilja eftirlitsaðilar fylgjast með að allt fari eftir settum reglum. 
Eftirlit á Breiðafirði - júní 2012
Farið yfir afladagbækur