Austurríska sjónvarpið fjallar um rannsóknir þyrlulæknis LHG

Miðvikudagur 2. júlí 2014

Landhelgisgæslan fékk nýverið heimsókn frá austurrískri sjónvarpsstöð sem var hér á landi við upptökur á vísindaþætti sem fjallar um rannsóknir Hannesar Petersen þyrlulæknis hjá Landhelgisgæslunni. Hannes hefur um skeið unnið að rannsóknum sem tengjast sjóveiki og hegðun hvala. 

Sjónvarpsfólkið fylgdi Hannesi eftir og verður í þættinum fjallað um störf og rannsóknarvinnu hans hjá Landspítalanum og Landhelgisgæslunni.  Þátturinn er tekinn upp í miklum myndgæðum og reynt er að hafa myndsjónarhornin sem flest og áhugaverðust. Gert er ráð fyrir að þátturinn verði sýndur í haust og það verði hægt að nálgast hann á netinu. 

Hér er stikla úr þættinum „Fjársjóður framtíðar“ frá árinu 2011 sem einmitt fjallar um þetta efni.