TF-SYN æfir með danska varðskipinu Triton

Föstudagur 4. júlí 2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SYN var nýverið við æfingar með danska varðskipinu Triton sem nú er staðsett í Reykjavíkurhöfn. Framkvæmdar voru aðflugsæfingar, hífingar af dekki, björgun úr sjó og fleira. Æfingin gekk vel en hún er liður í samstarfssamningi Landhelgisgæslunnar og danska sjóhersins sem meðal annars leggur áherslu á samæfingar, starfsmannaskipti og samstarf við leit og björgun í Norður Atlantshafi. 

Sjá myndir sem áhöfn TF-SYN tók í æfingunni


Þór Jónsson, flugvirki og Felix Valsson, þyrlulæknir


Thorben J. Lund, yfirstýrimaður og sigmaður


Reynir G. Brynjarsson, flugvirki


Danska varðskipið Triton



Sigmaður kominn niður á dekkið


Þyrlulæknir tilbúinn að síga niður á dekkið


Áhafnarmeðlimur Triton bíður eftir björgun


Sigmaður á leið til bjargar


Kominn í björgunarlykkjuna


Spilmaður þyrlunnar stjórnar hífingunni


Spilmaður tekur á móti