TF-SYN kölluð út í sjúkraflug

Laugardagur 5. júlí 2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 03:21 í nótt til að sækja alvarlega veikan sjúkling á Blönduós. Vegna veðurs var ekki hægt fyrir sjúkraflugvél að lenda á flugvellinum þar og var því óskað eftir aðstoð Gæslunnar.

TF-SYN fór í loftið kl. 03:55 og lenti á Blönduósflugvelli kl. 04:58. Sjúklingur var fluttur um borð í þyrluna sem fór að nýju í loftið kl. 05:13 og lenti við Borgarspítalann kl. 05:52.