Þór við æfingar með björgunarsveitinni á Ísafirði

Þriðjudagur 8. júlí 2014

Áhöfnin á varðskipinu Þór æfði nýverið björgun með fluglínutækjum og björgunarstól ásamt björgunarsveitinni á Ísafirði. Er þá línu komið á milli strandaðs skips og lands og skipverjar síðan dregnir í björgunarstól sem festur er á líflínuna. 

Þessi björgunaraðferð var mikið notuð áður fyrr og er afar mikilvægt er að viðhalda þekkingunni. Komið geta upp aðstæður þar sem þyrlur geta ekki athafnað sig og þá getur þetta verið eina leiðin að bjarga skipverjum á strönduðu skipi.

Myndir Guðmundur Birkir Agnarsson og Sigurjón J. Sigurðsson.


Mynd GBA


Mynd GBA