Sjúklingur sóttur um borð í farþegaskip S - af Reykjanesi

Fimmtudagur 10. júlí 2014

Landhelgisgæslunni barst í gær beiðni um aðstoð þyrlu vegna alvarlegra veikinda frá farþegaskipinu Boudicca sem var staðsett um 20 sjómílur suður af Reykjanesi. Eftir samráð við þyrlulækni var þyrluáhöfn kölluð út kl. 23:23 og fór TF-SYN í loftið kl. 23:50.  Skipið sigldi á aukinni ferð nær landi og kom þyrlan að skipinu kl. 00:30. Sigmaður og læknir sigu niður í skipið og var sjúklingur undirbúinn fyrir flutning og síðan hífður um borð í þyrluna. Flogið var frá skipinu kl. 00:45 og lent við Landspítalann í Fossvogi kl.01:11.

Mynd Fred Olsen Cruise Lines