Þyrla danska varðskipsins Triton flutti sjúkling til Reykjavíkur

  • _MG_7183

Sunnudagur 13. júlí 2014

Þyrla danska varðskipsins Triton lenti í Reykjavík um kvöldmatarleitið með skipverja sem veiktist alvarlega í gær um borð í rannsóknaskipi sem var statt 187 sjómílur austsuðaustur af Hvarfi eða um 500 sjó­míl­ur SV af Reykja­vík, inni í leit­ar- og björg­un­ar­svæði Íslands en þó utan dræg­is þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

Björgunarmiðstöðin í Nuuk á Grænlandi hafði samband við Landhelgisgæsluna vegna málsins og var í framhaldinu óskað eftir eft­ir aðstoð Trit­on sem var um 250 sjó­míl­ur norður af rann­sókna­skip­inu. Triton kom að rannsóknaskipinu um miðnætti í gær og var maðurinn fluttur um borð í varðskipið og síðan siglt áleiðis til Reykja­vík­ur. Þegar komið var um 200 sjó­míl­ur frá Reykja­vík var þyrla varðskips­ins send af stað með mann­inn um borð og var sem fyrr segir lent í Reykjavík um kvöldmatarleitið. 


Triton. 

Mynd af Triton
http://en.wikipedia.org/wiki/HDMS_Triton_(F358)#mediaviewer/File:HDMS_Triton.jpg