Þyrla sótti slasaðan fjórhjólamann og göngumann sem fannst illa haldinn á Hornströndum

Sunnudagur 13. júlí 2013

Mikið annríki hefur verið hjá Landhelgisgæslunni í dag og var þyrla kölluð ásamt björgunarsveitum vegna fjórhjólaslyss í Seljadal og göngumanns sem fannst illa haldinn nærri Hesteyri á Hornströndum. Þegar þyrlan kom á vettvang höfðu björgunarsveitarmenn hlúð og mönnunum sem voru síðan fluttir á sjúkrahús með þyrlunni.