Leiftur, harðbotna bátur Landhelgisgæslunnar, fór til aðstoðar bát á Breiðafirði

Undirtitill

  • Leiftur3

Mánudagur 14. júlí 2014

Landhelgisgæslunni barst eftir hádegi í dag beiðni um aðstoð frá fiskibát sem var staðsettur um 15 sjómílur norður af Rifi. Engin hætta var á ferðum en drif bátsins hafði brotnað og var óskað eftir aðstoð við að komast til hafnar. Leiftur, harðbotna bátur Landhelgisgæslunnar var við fiskveiðieftirlit á svipuðum slóðum og fóru þeir bátnum til aðstoðar og komu með bátinn til hafnar á Grundarfirði kl. 18:00.

Myndir Jón Páll Ásgeirsson.