Sóttu slasaðan sjómann í lögsögu Grænlands

Fimmtudagur 21. ágúst 2014

Landhelgisgæslunni barst um miðnætti aðstoðarbeiðni frá þýskum togara um að sækja slasaðan skipverja. Tog­ar­inn var þá stadd­ur djúpt úti fyr­ir Vest­fjörðum, um 140 sjómílur norður af Straumnesi, inni í lög­sögu Græn­lands. Vegna fjarlægðar var nauðsynlegt að kalla út bakvakt á þyrlu Landhelgisgæslunnar og fóru TF-LÍF og TF-SYN frá Reykja­vík klukk­an 01:49 og var haldið beint á Ísa­fjörð þar sem TF-LÍF tók eldsneyti áður en hún hélt áfram að tog­aran­um. TF-SYN var á meðan í biðstöðu á Ísafirði.

Þegar komið var að skipinu tóku skipverjar á móti tengilínu og seig svo stýrimaður um borð og tók á móti börum. Hinn slasaði skipverji var kominn um borð í TF-LÍF kl. 04:25 og héldu þá báðar þyrlurnar áleiðis til Reykjavíkur þar sem lent var um kl. 06:30.