TF-SYN í þrjú útköll eftir hádegi

Föstudagur 22. ágúst 2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SYN lenti við Landspítalann klukkan 16:16 með tvo slasaða einstaklinga en þyrlan hefur þá sinnt þremur útköllum frá því um hádegi. 

Fyrsta útkallið barst kl. 12:16 þegar kona slasaðist þegar hún féll af hestbaki við Þórukot í Víðidal og lenti þyrlan með hana við Borgarspítalann um kl. 14:30. Klukkan 14:39 var þyrlan kölluð út að nýju vegna vélsleðaslyss í austanverðum Langjökli og klukkan 14:53 barst síðan útkall vegna vélhjólaslyss á Kjalvegi. TF-SYN fór í öll útköllin og sem fyrr segir lenti hún við Landspítalann upp úr klukkan fjögur. 

Mynd Baldur Sveinsson.