TF-SYN flýgur með vísindamenn til að meta aðstæður - TF-SYN setur upp endurvarpa á Herðubreið

Laugardagur 23. ágúst 2014

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF fór í loftið klukkan 13:40 með jarðvísindamenn til að skoða aðstæður og kortleggja breytingar með eftirlits- og ratsjárbúnaði flugvélarinnar. Flugvélin flaug yfir svæðið á miðvikudag og verða rannsóknir bornar saman til að meta þróunina en í morgun hefur aukin virkni hefur verið á svæðinu í kringum Bárðarbungu og er talin brýn þörf að kanna svæðið á þessum tímapunkti. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SYN er leið inn að Herðubreið til að koma upp endurvarpa fyrir svæðið. Með í för eru tæknimenn og fulltrúi frá Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.