Þyrlu LHG snúið í útkall við Hornafjörð

Laugardagur 6. september 2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SYN sem var á leiðinni til Reykjavíkur eftir að hafa flutt mannskap á strandsstað flutningaskipsins Akrafells hefur nú verið kölluð út til aðstoðar við björgun konu sem slasaðist þegar hún féll í hlíðum Geitafells norður af Hornafirði. Þyrlan er nú á vettvangi og er unnið að því að hífa hina slösuðu um borð.