Akrafell afhent eigendum skipsins og hafnaryfirvöldum

Sunnudagur 7. september 2014 kl. 12:00

Fjölveiðiskipið Aðalsteinn Jónsson SU frá Eskifirði dró í nótt flutningaskipið Akrafell til hafnar, í fylgd varðskipsins Ægis.  Auk þeirra tóku lóðsbáturinn Vöttur og Hafbjörg, björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Neskaupstað þátt aðgerðum. 

Við komuna til hafnar var unnið áfram að dælingu úr vélarrúmi skipsins. Ekki er talið að olía hafi lekið úr skipinu. Fimm varðskipsmenn auk skipstjóra voru borð í skipinu þegar það losnaði af strandstað

Ástandið er talið stöðugt og hefur skipið nú verið afhent eigendum sem eru Samskip og hafnaryfirvöldum á Eskifirði.